Landspítali er stærsti vinnustaður landsins með yfir 5.000 starfsmenn og tekur að sjálfsögðu þátt í Framadögum ár hvert en þeir hafa undanfarin ár verið haldnir í Háskólanum í Reykjavík.
Framadagar eru stefnumót um eitt hundrað fyrirtækja og mörg þúsund nemenda í vangaveltum um vinnustað og vænleg verkefni.
Landspítali var með sýningarbás á Framadögum þar sem starfsemin var kynnt, ásamt því sem gestum og gangandi var boðið upp á bráðholla frostpinna og poppkorn -- og sumir voru blóðþrýstingsmældir.
Viðmælendur:
Arabella Ýr Samúelsdóttir verkefnastjóri
Páll Matthíasson forstjóri
Áslaug Salka Grétarsdóttir starfsmannahjúkrunarfræðingur
Urður Dís Árnadóttir tölvunarfræðingur
Íris Dröfn Árnadóttir verkfræðingur