Á rannsóknarkjarna Landspítala hefur verið sett upp mæliaðferð fyrir frítt kortisól í sólarhringsþvagi á nýjan massagreini (LC-MS/MS) en fram að þessu hefur mælingin verðið gerð með RIA aðferð.
Mælingin á massagreininum er sértækari en RIA aðferðin og mæliniðurstöður og viðmiðunarmörk eru því ólík (lægri gildi á massagreininum). Tímabundið verður frítt kortisól í sólarhringsþvagi mælt með báðum aðferðum til að auðvelda læknum skiptin á milli aðferðanna, sérstakleg þeim sem eru að fylgja sjúklingum eftir með mælingunni.
Upplýsingar um nýju mælinguna verður að finna í þjónustuhandbók rannsókna á vef Landspítala undir "kortisól frítt í sólarhringsþvagi (LC-MS/MS)".
Guðmundur Sigþórsson sérfræðilæknir
Elizabeth Cook lífefnafræðingur
Þórunn S. Björnsdóttir lífeindafræðingur
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir