Aðferðin sem notuð er við IGF-1 mælingar á rannsóknarkjarna Landspítala hefur verið endurstöðluð þannig að hún er nú rekjanleg að 1. IGF-1 staðli Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) (NBISC 02/254 - recombinant IGF-1). Við þessa breytingu lækka mæligildi að meðaltali um u.þ.b. 20% miðað við eldri stöðlunina og því lækka aldursháð viðmiðunargildi IGF-1.
Byrjað verður að gefa út niðurstöður út frá þessari nýju stöðlun þann 13. febrúar 2017. Rétt er að benda á að fyrst í stað verður IGF-1 einnig mælt með eldri aðferðinni til að auðvelda læknum sem eru að fylgja sjúklingum eftir með IGF-1 mælingum að stilla inn ný grunngildi. Hjá nýjum sjúklingum sem ekki eiga eldri IGF-1 mælingar í tölvukerfi rannsóknarkjarna verður IGF-1 einungis mælt með nýju aðferðinni.
Upplýsingar um nýju mælinguna, þar á meðal viðmiðunarmörk, verður að finna í þjónustuhandbók rannsókna á vef Landspítala undir "IGF-1 nýtt".
Guðmundur Sigþórsson sérfræðilæknir
Inga Ólafsdóttir lífeindafræðingur
Ísleifur Ólafsson yfirlæknir