Vilhelmína Haraldsdóttir sérfræðilæknir tekur við starfi yfirlæknis lyflækninga krabbameina frá 1. febrúar 2017 í óákveðinn tíma, í veikindaleyfi Gunnars Bjarna Ragnarssonar yfirlæknis.
Vilhelmína er sérfræðingur í lyflækningum og blóðsjúkdómum. Hún hefur starfað á Landspítala frá 1993 og gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum á spítalanum. Hún var sviðsstjóri lækninga á lyflækningasviði II frá 2000 til 2009 og framkvæmdastjóri lyflækningasviðs frá 2009 til 2013. Vilhelmína var ráðinn yfirlæknir blóðlækninga árið 2002 en tók ekki við því starfi vegna annarra stjórnunarstarfa.