GoRed alheimsátakið hefur verið árlegt á Íslandi síðan 2009. Það hefst nú 1. febrúar 2017 og stendur út mánuðinn. Hvatt er til þess að klæðast rauðu 3. febrúar.
GoRed er á vegum alþjóða hjartasamtakanna World Heart Federation. Markmið átaksins er að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og ýta undir rannsóknir á þessum sjúkdómum hjá konum. „GoRed fyrir konur á Íslandi“ er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Hjartaheilla, hjartadeildar Landspítala og fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga.
Meðan átakið stendur verður Landspítali við Hringbraut í rauðu ljósi, ásamt Háskóla Íslands, Rafveitustöðinni í Elliðaárdal og Hörpu.
Rauði dagurinn
Rauði dagurinn verður að þessu sinni föstudagurinn 3. febrúar. Þeir sem standa að átakinu hvetja alla til að klæðast rauðu þann dag.
Mánuðurinn skiptist niður í fjögur efni:
Fyrsta vika: Konur og hjartasjúkdómar
Önnur vika: Hjartagallar
Þriðja vika: Heilaæðasjúkdómar
Fjórða vika: Forvarnir.
Fjallað verður um þessi efni í mismunandi fjölmiðlum allan mánuðinn og félögin sem standa að átakinu munu einnig kynna sig og starfsemi sína.
Facbook síða átaksins. Hvatt er til þess að senda þangað ljósmyndir eða á twitter @gorediceland undir myllumerkinu #hjartaðmitt