Fulltrúar tyrkneskra sjálfsboðaliðasamtaka, Bavulda Sevgi, færðu börnum á Barnaspítala Hringsins að gjöf vináttubönd frá tyrkneskum börnum. Böndin höfðu þau gert sjálf. Gjöfin var afhent á leikstofunni á Barnaspítalanum 30. janúar 2017.
Sjálfboðaliðarnir ferðast um heiminn með gjafir til barna. Tilgangurinn með ferðum þeirra er að kynna börnum framandi menningu, í þessu tilfelli íslenskum börnum tyrkneska menningu og tyrkneskum börnum íslenska menningu. Þetta gera sjálfboðaliðarnir með því að kenna börnum að útbúa gjafir til að færa börnum í öðrum löndum.