Sten Heckscher heldur á vegum Siðfræðistofnunar fyrirlestur um plastbarkamálið og Karolinsku stofnunina í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 25. janúar 2017, kl. 16:15.
Sten er lögfræðingur og hefur meðal annars starfað sem dómari og verið yfirmaður lögreglunnar í Svíþjóð. Hann er formaður rannsóknarnefndar sem fjallaði um þátt Karolinska Institutet í máli ítalska læknisins Macchiarian.
Fyrirlestur verður fluttur á ensku og öllum opinn.