Framhaldsmenntunarráð lækninga hefur verið stofnað á Landspítala, einkum til að mæta auknum kröfum til framhaldsnáms lækna.
Í framhaldsmenntunarráðinu koma saman kennslustjórar sérgreina og stilla þannig saman strengi til að tryggja að framhaldsnám ungra lækna verði ávallt í sem bestum farvegi á spítalanum.
Hér er rætt við Ólaf Baldursson, framkvæmdastjóra lækninga, Friðbjörn R. Sigurðsson, framhaldsmenntunarstjóra lyflækna, og Ingu Sif Ólafsdóttur, kennslustjóra kandídatslækna.