Allir á Íslandi geta fengið lækningu við lifrarbólgu C. Nú hefur meðferðarátak við lifrarbólgu C staðið yfir í tæpt eitt ár og búið að hafa samband við á sjötta hundrað einstaklinga.
Enn er tækifæri fyrir þá sem eru í áhættuhópi eða hafa grun um smit að fá greiningu og meðferð sér að kostnaðarlausu.
Í myndbandinu er talað við Sigurð Ólafsson sérfræðilækni
Málþing um meðferðarátakið verður í Hörpu 18. janúar 2017