Stöðluð og markviss samskipti starfsfólks á Landspítala er liður í auknu öryggi sjúklinga. SBAR er samskiptatækni sem byggð er á gagnreyndri þekkingu og stendur fyrir STAÐA - BAKGRUNNUR - ATHUGANIR - RÁÐLEGGINGAR.
Upphaflega var þessi samskiptatækni hönnuð fyrir bandaríska sjóherinn til að tryggja öryggi í samskiptum um borð í kjarnorkukafbátum. Síðan hafa heilbrigðisstofnanir um allan heim tekið SBAR samskiptatæknina upp á sína arma.
Hér lýsa þau Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga, hvernig SBAR kemur að góðum notum.
SBAR - samskipti fagmanna (fræðsluefni)
Einnig er hægt að horfa á fræðslumyndbönd þar sem notkun á SBAR er sýnd.