Liverpoolklúbburinn á Íslandi hefur fært barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) 1.000.000 króna að gjöf sem var afhent 13. desember 2016.
Klúbburinn stofnaði nýverið sjóð til styrkveitinga og í tilefni af því og að met hefur verið slegið í fjölda félagsmanna ákváðu klúbbfélagar að styrkja BUGL. Féð verður notað til að útbúa handleiðsluherbergi fyrirt bæði göngudeild og legudeild. Einnig verður keypt dót sem mun nýtast í starfi barnanna á deildinni.
Á ljósmynd:
Efri röð: Vilhjálmur Hjaltalín Jónsson, ráðgjafi á legudeild, Gísli Baldursson sérfræðilæknir, Bragi Brynjarsson, Ingi Björn Ágústsson og Haraldur Emilsson.
Neðri röð: Stefán Òlafur Stefánsson ráðgjafi á legudeild, Halla Skúladóttir, aðstoðardeildarstjóri legudeildar, Unnur Heba Steingrímsdóttir, deildarstjóri göngudeildar, Guðrún Bergman Franzdóttir og Jón Þór Júlíusson.
Vefur Liverpoolklúbbsins á Íslandi