Kristín Jóhanna Þorbergsdóttir hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri líknardeildar Landspítala frá 1. janúar 2017.
Kristín lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1992 og diplómanámi í krabbameinshjúkrun frá hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2006.
Kristín hefur starfað á Landspítala frá útskrift, fyrst á þvagfæraskurðlækningadeild 13D við Hringbraut frá 1992 til 2007, þar af sem aðstoðardeildarstjóri frá 1997 til 2007.
Kristín hóf störf á líknardeild árið 2007 og hefur gegnt starfi aðstoðardeildarstjóra þar frá 2013.