Gerður María Gröndal hefur verið ráðin yfirlæknir gigtlækninga á Landspítala frá 1. febrúar 2017.
Gerður lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 1992. Hún stundaði framhaldsnám í almennum lyflækningum og gigtlækningum við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi frá 1996 til 2001. Gerður lauk doktorsnámi í gigtsjúkdómum frá Karolinska Institutet í Stokkhólmi árið 2001.
Gerður hefur starfað sem sérfræðingur á rannsóknarstofu í gigtsjúkdómum frá 2001 og frá apríl 2002 sem sérfræðingur í gigtlækningum við gigtardeild Landspítala, hún rak einnig eigin læknastofu í Læknasetrinu 2001-2007. Hún hefur setið í lyfjanefnd Landspítala frá 2007 og var formaður nefndarinnar 2007-2009 og 2014-2015. Þá hefur hún verið formaður Félags íslenskra gigtarlækna 2009-2016 og formaður Félags norrænna gigtarlækna frá 2015. Gerður hefur verið aðstoðaryfirlæknir gigtlækninga frá 2013 og varð nýlega klínískur prófessor.