Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir hefur verið ráðin yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL).
Hún tekur við sameinaðri stöðu yfirlæknis göngudeildar og legudeildar þann 1. janúar 2017.
Hún tekur við sameinaðri stöðu yfirlæknis göngudeildar og legudeildar þann 1. janúar 2017.
Guðrún Bryndís útskrifaðist frá læknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Hún stundaði framhaldsnám í barna- og unglingageðlæknisfræði í Osló í Noregi frá 1994 til 2002 á Statens Senter for Barne- og Ungdomspsykiatri (SSBU).
Guðrún Bryndís starfaði sem sérfræðilæknir á SSBU frá 2001 til 2002. Hún starfaði sem sérfræðilæknir á Landspítala frá 2002 til 2007. Var settur yfirlæknir BUGL árið 2007 til 2008. Frá árinu 2008 hefur Guðrún starfað sem yfirlæknir göngudeildar BUGL.