Landspítali hefur gerst aðili að samtökunum Health Care without Harm og Nordic Center for Sustainable Healthcare. Með aðild að þessum tvennu samtökum hefur spítalinn nú aðgang að neti helstu sérfræðinga og verkfærum umhverfismála sem unnið er með í heilbrigðisgeiranum í heiminum. Helstu umhverfismálin eru öruggari efnanotkun, loftslagsmál, lyfjanotkun, vistvæn innkaup, vistvænar byggingar, úrgangsmál og sjálfbær matur (minni matarsóun, árstíðabundinn, lífrænn og heilsusamlegur matur).