Barnaspítali Hringsins hefur eignast 15 nýja ipadda í hulstri og 15 ný barnaheyrnartól sem fylgja spjaldtölvunum.
Tildrögin er þau að Barnaspítalinn fékk í ársbyrjun 2016 veglegan styrk úr líknarsjóði Ögnu og Halldórs Jónssonar en hann stofnaði heildverslun Halldórs Jónssonar ehf.
Styrkurinn var notaður í kaup á ýmsum tækjum. Einkum var um að ræða afar dýr tæki sem eru notuð í samstarfi barnaskurðlækna og skurðstofa og speglunardeildar á Landspítala. Dýrasta tækið er hjarta- og lungnavél sem notuð er við hjartaaðgerðir á börnum. Einnig var keyptur heilasíriti og fleira, þar á meðal búnaður til að nota glaðloft og mælitæki fyrir Heilsuskóla Barnaspítalans.
Hluti styrksins fór til leikstofunnar til að kaupa spjaldtölvur (iPad) til að að stytta börnum á öllum deildum stundir meðan þau þurfa að dvelja á Barnaspítala Hringsins og til athyglisdreifingar. Ætlunin var að kaupa 10-12 spjaldtölvur. Verslunin iStore í Kringlunni gaf hins vegar drjúgan afslátt og dugði upphæðin sem ætluð hafði verið í tölvukaupin fyrir 15 spjaldtölvum. Sigurður Helgason, eigandi iStore, bætti svo um betur og gaf 15 Buddyphones heyrnartól fyrir börn sem fylgja spjaldtölvunum. Hann kom á leikstofuna 22. desember og afhendi ipaddana, hulstrin og heyrnartólin.