Markmið með styrkjum úr Vísindasjóði Landspítala til klínískra rannsókna ungra vísindamanna er að hvetja og styðja ungt starfsfólk Landspítala til þátttöku í vísindarannsóknum og efla klínískar vísindarannsóknir innan spítalans.
Tíu styrkir til klínískra rannsókna ungra vísindamanna á Landspítala voru afhentir úr sjóðnum 15. desember 2016 í Hringsal.
Styrkþegarnir 10 gerðu þar grein fyrir rannsóknum sínum. Hver styrkur nemur einni milljón króna.
Styrkirnir eru ætlaðir til verkefna sem eru líkleg til að leiða til birtinga í alþjóðlegum vísindaritum.
Markhópurinn er starfsfólk spítalans sem hefur lokið háskólaprófi á síðustu 5 árum.
Umsóknirnar eru metnar út frá vísindalegu gildi verkefna, gæði umsókna og frammistöðu nemenda.