Út er komið á vegum Orðanefndar Læknafélags Íslands „Orðasafn í líffærafræði, II. Líffæri mannsins.“
Árið 2013 var gefið út fyrsta heftið í þessari ritröð: „Orðasafn í líffærafræði, I. Stoðkerfi líkamans (bein, liðamót og vöðvar“). Aðalmarkmið útgáfunnar er að varðveita og koma á framfæri íslensku heitunum.
Heftið er 70 blaðsíður og inniheldur helstu líffæraheitin á ensku, íslensku og latínu í kerfaröð og með skilgreiningu á hverju fyrirbæri fyrir sig. Að auki fylgja almenn heiti og orðalistar í stafrófsröð á ensku og íslensku. Ritið er fyrst og fremst ætlað nemendum í heilbrigðisfræðum hvers konar en getur einnig komið að gagni öllum starfsmönnum í heilbrigðisþjónustunni.
Orðanefnd læknafélagsins starfar stöðugt að endurnýjun íslensks íðorðaforða í læknisfræði og leitast við að viðhalda Íðorðasafni lækna í Orðabankanum. Í nefndinni sitja nú eftirtaldir læknar: Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður, Magnús Jóhannsson og Eyjólfur Þ. Haraldsson en rými er sagt fyrir fleiri áhugasama einstaklinga á þessu sviði. Nefndin hefur aðsetur hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum að Laugavegi 13.
Heftið er til sölu hjá Bóksölu stúdenta í Háskóla Íslands og kostar 2.595 krónur.