Katrín María Þormar hefur verið sett sem yfirlæknir á gjörgæslu- og svæfingalækningum á Landspítala Fossvogi frá 1. desember 2016 í fjarveru Ólafar Viktorsdóttur.
Hún lauk læknaprófi frá Háskóla Íslands 1997 og evrópska gjörgæsluprófinu 2008. Katrín stundaði sérnám í svæfinga- og gjörgæslulækningum í Kaupmannahöfn frá 2011 og starfaði þar sem sérfræðilæknir á árunum 2005-2016, þar af sem yfirlæknir frá 2009.
Katrín hefur verið mjög virk í kennslu lækna og hjúkrunarfræðinga ásamt því að hafa birt fjölda vísindagreina í ritrýndum vísindatímaritum.