Árni Már Haraldsson gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hefur verið ráðinn sem deildarstjóri á gjörgæslunni á Landspítala Hringbraut til fimm ára frá 1. janúar 2017.
Árni lauk B.Sc. gráðu í hjúkrun frá Háskóla Íslands árið 2006 og diplómanámi í gjörgæsluhjúkrun í Kaupmannahöfn árið 2011. Á námsárunum starfaði Árni á geðdeild Landspítala en eftir útskrift réði hann sig á gjörgæsluna í Fossvogi þar sem hann starfaði í tvö ár. Á árunum 2008-2013 var hann á gjörgæsludeild á Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn og á ýmsum gjörgæsludeildum í Noregi á árunum 2014-2015. Árni réði sig til starfa aftur á Landspítala haustið 2015 og var settur deildarstjóri á gjörgæslunni árið 2016.