Læknar og ljósmæður sem starfa í fæðingarþjónustu Landspítala sóttu námskeiðið CTG Masterclass í annarri viku desembermánaðar 2016. Námskeiðið fjallaði um úrlestur fósturhjartsláttarrita en réttur úrlestur þeirra eykur öryggi barna í fæðingu.
Fyrirlesari á námskeiðinu var Edwin Chandraharan en hann er fæðingarlæknir og starfar sem yfirlæknir á St. Georg's Hospital í London. Edwin hefur m.a. sérhæft sig í úrlestri fósturhjartsláttarrita og hefur tekið þátt í því að leiða framþróun á þessu sviði.
CTG Masterclass námskeiðið var haldið á vegum Baby Lifeline Training sem stutt er af bresku góðgerðarsamtökunum Baby Lifeline. Stofnandi Baby Lifeline, Judy Ledger, kom ásamt dóttur sinni Söru til Íslands til að aðstoða við námskeiðshaldið og skoða landið.
Mikil ánægja var með þetta námskeið og ljóst að alltaf má bæta sig og gera betur.