Unglæknar og læknanemar voru verðlaunaðir fyrir framúrskarandi vísindaerindi á Þingi Félags íslenskra lyflækna sem fór fram dagana 2.-3. desember 2016. Tveir einstaklingar úr hvorum hópi voru valdir til að kynna verkefni sín sérstaklega.
Í hópi læknanema kepptu til úrslita Kristján Torfi Örnólfsson og Þórður Páll Pálsson og bar Kristján sigur úr býtum.
- Erindi Kristjáns hét „Lýðgrunduð rannsókn á ættlægni primary biliary cholangitis á Íslandi“ og eru samstarfsmenn hans þeir Sigurður Ólafsson, Óttar Bergmann og Einar S. Björnsson.
- Erindi Þórðar hét „Nýrnaígræðslur á Íslandi: Þættir sem hafa áhrif á græðlingsstarfsemi einu ári frá ígræðslu“. Samstarfsmenn hans eru Margrét B. Andrésdóttir, Eiríkur Jónsson, Jóhann Jónsson, Ólafur S. Indriðason og Runólfur Pálsson.
Úr hópi unglækna voru þau Rósa B. Þórólfsdóttir og Arnar Jan Jónsson valin til að kynna sín erindi og keppa um verðlaun. Erindi Rósu var svo valið besta erindi unglæknis á þinginu.
- Erindi Rósu hét „Mislestursstökkbreyting í PLEC geni eykur áhættu á gáttatifi“. Samstarfsmenn hennar eru Garðar Sveinbjörnsson, Patrick Sulem, Davíð O. Arnar, Hilma Hólm, Daníel F. Guðbjartsson og Kári Stefánsson.
- Erindi Arnars hét „ Algengi langvinns nýrnasjúkdóms áætlað út frá reiknuðum gaukulsíunarhraða: Lýðgrunduð rannsókn“ og eru samstarfsmenn hans þau Sigrún H. Lund, Runólfur Pálsson og Ólafur S. Indriðason.
Auk viðurkenningarskjals voru veitt verðlaun að upphæð 100.000 kr. fyrir fyrsta sætið og 50.000 kr. fyrir annað sætið í báðum tilvikum. Peningaverðlaunin voru veitt af Verðlaunasjóði í læknisfræði sem Árni Kristinsson og Þórður Harðarson veita forstöðu.
Mynd: Verðlaunahafar ásamt dómnefndinni og Þórði Harðarsyni. Helga Ágústa Sigurjónsdóttir, Margrét Birna Andrésdóttir, Einar Stefán Björnsson, Þórður Páll Pálsson, Kristján Torfi Önólfsson, Rósa B. Þórólfsdóttir, Arnar Jan Jónsson og Þórður Harðarson.