Mikið álag er nú á Landspítala. Fjöldi sjúklinga sem leitað hefur til Landspítala síðustu daga er óvenju mikill og hefur nú meðal annars greinst inflúensa.
Á bráðamóttöku Landspítala er sjúklingum forgangsraðað eftir bráðleika og við þær aðstæður sem nú eru á spítalanum má gera ráð fyrir að þeir sem ekki eru í bráðri þörf þurfi að bíða þjónustu eða verði vísað á heilsugæslustöðvar eða Læknavaktina að forflokkun lokinni.
Flestar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu bjóða opna síðdegismóttöku og Læknavaktin á Smáratorgi er opin til kl. 23:00.