Stefán Hrafn Hagalín er nýr deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala. Hann tekur við starfinu af Guðnýju Helgu Herbertsdóttur 1. desember 2016.
,,Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.000 manns starfa í þverfaglegum teymum fjölmargra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er ekki bara að vera háskólasjúkrahús í hæsta gæðaflokki heldur vinnustaður í fremstu röð. Mannauðurinn hjá spítalanum er ótrúlegur, stjórnendateymið metnaðarfullt og krafturinn í starfseminni einstakur. Það er spennandi viðfangsefni að axla þetta starf hjá þjóðarsjúkrahúsinu," segir Stefán Hrafn.
Stefán Hrafn er verkefnastjóri hjá Auðkenni en hefur undanfarin þrjú ár verið deildarstjóri markaðsmála og mannauðs hjá Odda. Þar áður stýrði hann markaðsmálum og almannatengslum í upplýsingatækni um fimmtán ára skeið, nánar tiltekið hjá Advania, Skýrr, Opnum kerfum og Teymi, Oracle á Íslandi. Stefán Hrafn starfaði þar áður við fjölmiðla í liðlega áratug, meðal annars sem ritstjóri Helgarpóstsins og Tölvuheims, fréttastjóri Alþýðublaðsins og þáttastjórnandi hjá Bylgjunni og Stöð 2. Hann er giftur Valgerði Gunnarsdóttur, grafískum hönnuði hjá Pipar/TBWA. Þau eiga fimm börn á aldrinum 17-27 ára.
Hlutverk samskiptadeildar Landspítala er að móta og innleiða stefnu um innri og ytri samskipti og skipuleggja virka upplýsingamiðlun um stefnu og starfsemi spítalans. Í verkahring deildarinnar eru meðal annars framleiðsla kynningarefnis, margvísleg útgáfa, samfélagsmiðlar og vefmál. Samskiptadeild sér einnig um almannatengsl og samskipti við fjölmiðla, ásamt því að hafa umsjón með stærri viðburðum.
,,Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.000 manns starfa í þverfaglegum teymum fjölmargra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er ekki bara að vera háskólasjúkrahús í hæsta gæðaflokki heldur vinnustaður í fremstu röð. Mannauðurinn hjá spítalanum er ótrúlegur, stjórnendateymið metnaðarfullt og krafturinn í starfseminni einstakur. Það er spennandi viðfangsefni að axla þetta starf hjá þjóðarsjúkrahúsinu," segir Stefán Hrafn.
Stefán Hrafn er verkefnastjóri hjá Auðkenni en hefur undanfarin þrjú ár verið deildarstjóri markaðsmála og mannauðs hjá Odda. Þar áður stýrði hann markaðsmálum og almannatengslum í upplýsingatækni um fimmtán ára skeið, nánar tiltekið hjá Advania, Skýrr, Opnum kerfum og Teymi, Oracle á Íslandi. Stefán Hrafn starfaði þar áður við fjölmiðla í liðlega áratug, meðal annars sem ritstjóri Helgarpóstsins og Tölvuheims, fréttastjóri Alþýðublaðsins og þáttastjórnandi hjá Bylgjunni og Stöð 2. Hann er giftur Valgerði Gunnarsdóttur, grafískum hönnuði hjá Pipar/TBWA. Þau eiga fimm börn á aldrinum 17-27 ára.
Hlutverk samskiptadeildar Landspítala er að móta og innleiða stefnu um innri og ytri samskipti og skipuleggja virka upplýsingamiðlun um stefnu og starfsemi spítalans. Í verkahring deildarinnar eru meðal annars framleiðsla kynningarefnis, margvísleg útgáfa, samfélagsmiðlar og vefmál. Samskiptadeild sér einnig um almannatengsl og samskipti við fjölmiðla, ásamt því að hafa umsjón með stærri viðburðum.