Gengið hefur verið frá ráðningu Hildu Friðfinnsdóttur í stöðu deildarstjóra/yfirljósmóður meðgöngu -og sængurlegudeildar á Landspítala. Hilda tekur við af Helgu Sigurðardóttur sem lét af störfum 1. nóvember 2016.
Hilda úrskrifaðist með BSc próf í hjúkrunarfræði 2001 og embættispróf í ljósmóðurfræði 2012. Árið 2015 lauk hún M.Sc prófi frá Háskóla Íslands í mannauðsstjórnun og hefur haldið fjölda erinda hér heima og erlendis um meistaraverkefni sitt í mannauðsstjórnun en það fjallaði um líðan fagfólks í fæðingarþjónustu í vinnu á kvennadeild Landspítala.
Hilda hefur unnið á meðgöngu -og sængurlegudeild frá árinu 2013 en samhliða starfi sínu þar hefur hún sinnt stundakennslu við Háskóla Íslands auk ýmissa starfa í þágu ljósmóðurfræðinnar og kvennadeildarinnar. Hún hefur á þessu ári verið verkefnisstjóri í lykilverkefni kvenna -og barnasviðs um nýtt verklag til að stuðla að aukinni samveru móður og barns þegar barn þarfnast tímabundins eftirlits eftir fæðingu.