Bráðadagurinn 2017 verður 3. mars á Hótel Natura í Reykjavík.
Frestur til að skila ágripum vegna hans rennur út 20. janúar.
Árlega er haldin ráðstefna á vegum flæðisviðs Landspítala þar sem kynntar eru rannsóknir og verkefni sem unnin hafa verið í tengslum við bráðaþjónustu á Íslandi. Hefð hefur skapast fyrir því að fá erlenda sérfræðinga til að kynna störf sín og rannsóknir tengd þema dagsins.
Bráðadagurinn er ekki bara uppskeruhátíð rannsókna og starfsþróunarverkefna bráðaþjónustu heldur einnig mikilvægur liður í símenntun starfsfólks bráðamóttöku Landspítala. Einnig sækja ráðstefnuna aðrir fagaðilar sem koma að þjónustu bráðveikra einstaklinga hvaðanæva í samfélaginu.