„ Neyðarmóttakan er orðin hluti af þeirri þjónustu sem almenningur telur eðlilegt og nauðsynlegt að sé til staðar. Kröfur til okkar sem starfa við móttöku, meðferð og réttargæslu fyrir brotaþola að fylgjast vel með og vera málsvarar þeirra.“
Þetta sagði Eyrún B. Jónsdóttir meðal annars á málþingi 18. nóvember 2016. Málþingið var haldið Eyrúnu til heiðurs í tilefni af því að hún er að láta af störfum sem verkefnisstjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Þessi neyðarmóttaka var stofnuð árið 1993 og Eyrún hefur komið að starfseminni frá upphafi.
Þetta sagði Eyrún B. Jónsdóttir meðal annars á málþingi 18. nóvember 2016. Málþingið var haldið Eyrúnu til heiðurs í tilefni af því að hún er að láta af störfum sem verkefnisstjóri Neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis sem er á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi. Þessi neyðarmóttaka var stofnuð árið 1993 og Eyrún hefur komið að starfseminni frá upphafi.
Í erindi sínu rakti Eyrún gang starfseminnar frá upphafi og hvaða skoranir hefur þurft og þarf að takast á við í henni. Að meðaltali eru árlega skráð 125-135 mál á neyðarmóttökunni en þau eru orðin yfir 150 á þessu ári. Þolendur eru á öllum aldri en langflestir 18-25 ára. Brotin eru langflest um helgar og að næturlagi. Komur eru flestar yfir sumarmánuðina.
Vefur neyðarmóttöku vegna kynferðisofbeldis
Á árunum 1993 til 2015 komu 2.585 mál til kasta neyðarmóttökunnar. Þar af leiddu 1.143 til kæru, sbr. mynd sem Eyrún sýndi (smella á mynd til að stækka):