Fagráð iðjuþjálfunar Landspítala hélt sitt fjórða málþing föstudaginn 28. október 2016 í tilefni af lþjóðadegi iðjuþjálfunar. Dagskráin var fjölbreytt og vel sótt. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á gagnreynda þjónustu íhlutunaraðferða iðjuþjálfa. Heiti fyrirlestranna endurspegluðu fjölbreyttni íhlutunar iðjuþjálfa á spítalanum: Gagnreynd íhlutun iðjuþjálfa fyrir unga einstaklinga með byrjandi geðrofssjúkdóm, Hvernig getur þjálfun á skynúrvinnslu bætt líðan fólks með geðraskanir?, Hvað segja rannsóknir um gagnsemi skynörvandi meðferðarinnar Grounding fyrir einstaklinga með vanda af geðrænum toga?, Besti vinur mannsins: Hvernig geta hundar nýst í íhlutun iðjuþjálfa?, Hópþjálfun iðjuþjálfa og starfsendurhæfing, Eru sannanir fyrir því að heimilisathuganir skili árangri, auki sjálfsbjargargetu og dragi úr endurinnlögnum?, Árangur athafnatengdrar heimaþjálfunar, Gagnsemi ADL þjálfunar iðjuþjálfa fyrir heilablóðfallssjúklinga, Paraffinvaxmeðferð, Hefur speglaþjálfun ásamt hefðbundinni þjálfun meiri áhrif á hreyfigetu efri útlima eftir heilablóðfall, en hefðbundin þjálfun ein og sér?, Áskoranir fyrir íslenska iðjuþjálfa um að innleiða gagnreynda þjónustu.
Fulltrúar í fagráði iðjuþjálfunar Landspítala eru: Elísabet St. Unnsteinsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Helga Jóna Sigurðardóttir, Helga Magnea Þorbjarnardóttir, Jóhanna Elíasdóttir og Sigrún Garðarsdóttir.
Fulltrúar í fagráði iðjuþjálfunar Landspítala eru: Elísabet St. Unnsteinsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Guðrún Friðriksdóttir, Helga Jóna Sigurðardóttir, Helga Magnea Þorbjarnardóttir, Jóhanna Elíasdóttir og Sigrún Garðarsdóttir.