María og Hörður frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins komu í heimsókn á leikstofu Barnaspítala Hringsins. Þar ræddu þau við börnin um brunavarnir og störf sín hjá slökkviliðinu og sýndu þeim sjúkrabílinn.
Börnin á leikstofunni fengu liti og sérhannaðar litabækur um hin fjölbreyttu störf slökkviliðsins. Einnig voru þau börn sem ekki komust á leikstofuna heimsótt á stofur sínar og þeim færðar gjafir.
Allir voru fróðari og reynslunni ríkari að lokinni fræðslu.