Jóna Freysdóttir, forstöðunáttúrufræðingur á ónæmisfræðideild Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, fékk hagnýtingarverðlaun HÍ fyrir nýtt bólguhemjandi efni. Það er unnið úr sjávarlífveru og hefur sérlega mikil bólguhemjandi áhrif.
Hagnýtingarverðlaunin voru afhent 17. nóvember 2016, nú í 19. sinn. Markmið þeirra er að laða fram hagnýtanlegar hugmyndir frá starfsmönnum og nemendum Háskóla Íslands og tengdum stofnunun.