Fötin eru hugsuð til að koma að gagni með því að auðvelt sé að grípa til þeirra þegar barn kemur óvænt og of snemma í heiminn miðað við áætlað tíma. Jafnframt eru þau líka af hálfu fyrirburaforleldranna hugsuð sem tilfinningaleg gjöf. Fötin eru öll saumuð og prjónuð í sjálfboðaliðastarfi, meðal annars á saumakvöldum sem Félag fyrirburaforeldra hefur haldið.
Starfsfólk á vökudeildinni tók við gjöfinni. Fjólublátt er litur fyrirbura og vökudeildin var skreytt þannig í tilefni alþjóðadags fyrirbura 17. nóvember.
Ljósmyndir eru af sjálfboðaliðum á saumanámskeiðum í Félagsmiðstöðinni Bólstaðarhlíð og af fyrirburafatnaðinum.
Myndin fyrir ofan: Fulltrúar Félags fyrirbura færðu vökudeildinni að gjöf föt á fyrirbura. Þórður Þórkelsson, Drífa Baldursdóttir, Sigurrós Ríkharðsdóttir, Elín Ögmundsdóttir, Hafdís Hákonardóttir og Anna Sigga Pétursdóttir. Sigurrós og Hafdís voru sjálfboðaliðar sem saumuðu föt. Drífa er formaður félagsins.