Í tilefni af alþjóða degi lungnakrabbameins (Lung Cancer Awareness Day), 17. nóvember, ákvað samstarfshópur um lungnakrabbamein á Landspítala að gefa út bækling um sjúkdóminn á pólsku. Fyrri útgáfur bæklingsins voru aðeins gefnar út á íslensku og ensku.
Rak pluc - Informacja dla pacjentów i ich krewnych
Um 160 manns greinast árlega
Fyrir tveimur árum var gefinn út bæklingur á íslensku um lungnakrabbamein, ætlaður sjúklingum og aðstandendum þeirra og fékk hann mjög góðar viðtökur. Á síðasta ári var bæklingurinn gefinn út á ensku fyrir sjúklinga sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Markmiðið er að allir sem greinast með lungnakrabbamein hér á landi fái bæklinginn í hendur við greiningu en þeir eru árlega um 160 talsins. Mjög hefur skort á upplýsingar til þessara einstaklinga og ættingja þeirra. Á Íslandi eru innflytjendur um 10% landsmanna og um 40% þessara rúmlega 30 þúsund innflytjenda eru Pólverjar sem ekki allir tala ensku.Áhersla á reykingavarnir
Íslenskir sérfræðingar sömdu efnið og miðast það við hérlendar aðstæður. Aðaláherslur eru á nýjungar í meðferð, bæði lyfja- og geislameðferð en einnig framfarir í skurðaðgerðum. Einnig er fjallað um berkjuómspeglun (EBUS) sem nú er gerð á Íslandi og jáeindaskanna sem væntanlegur er hingað til lands innan skamms. Loks er lögð áhersla á reykingavarnir og hvernig hætta má reykingum en 90% lungnakrabbameins má rekja til reykinga. Þetta er mikilvægt atriði því óvíða í heiminum hefur náðst jafn góður árangur í reykingavörnum og hér á landi en aðeins 11,4% fullorðinna reykja. Grunur er um að tíðni reykinga sé hærri í hópi innflytjenda og því talið mikilvægt að bregðast við því.Tómasi Guðbjartsson prófessor er ábyrgðarmaður og útgefandi bæklingsins en útgáfan var styrkt af Roche á Íslandi án skilyrða um innihald eða efnistök.