Minningarathöfn um fórnarlömb umferðarslysa verður sunnudaginn 20 nóvember 2016 og hefst við þyrlupallinn á Landspítala Fossvogi kl. 11:00.
Þar verða þær starfsstéttir heiðraðar sem koma að málum við björgun slasaðra. Fulltrúar starfsstéttanna verða viðstaddir en það eru áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk.
Þar verða þær starfsstéttir heiðraðar sem koma að málum við björgun slasaðra. Fulltrúar starfsstéttanna verða viðstaddir en það eru áhöfn þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar, lögregla, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitamenn, slökkviliðsmenn, starfsmaður rannsóknarnefndar umferðarslysa, læknar og hjúkrunarfólk.
Starfshópur innanríkisráðuneytisins um aðgerðir í umferðaröryggismálum stendur fyrir minningarathöfninni.
- Landsmenn hafa verið hvattir til að taka þátt í einnar mínútu þögn klukkan 11:00.
- Þyrla Landhelgisgæslunnar verður á þyrlupallinum ásamt lögreglubíl, lögreglubifhjóli, sjúkrabíl og björgunarsveitabíl.
- Lögreglumaður, læknir og sjúkraflutningamaður segja frá reynslu sinni og störfum á vettangi umferðarslysa.
- Forseti Íslands færir starfsmönnum bráðamóttökunnar óvæntan glaðning.
Á hverju ári látast um 1,2-1,4 milljónir manna í umferðarslysum í heiminum og hundruð þúsunda verða fyrir varanlegum skaða. Það sem af er árinu hafa 12 manns látist í umferðinni hér á landi, þar af er helmingurinn 17 ára og yngri.
Vefur bráðamóttökunnar í Fossvogi