Landsbankinn hefur undanfarna mánuði fært geðdeildum á Landspítala Hringbraut ýmis húsgögn, svo sem hornsófa, hægindastóla, fundarborð og vandaða stóla. Húsgögnin nýttust ekki lengur í starfsemi bankans en koma í góðar þarfir á spítalanum.
Starfsfólk eignadeildar Landsbankans segir að þegar sú hugmynd kom upp að gefa húsgögnin til geðdeildanna hafi hún strax hlotið góðan hljómgrunn innan bankans. Þegar haft var samband við Landspítala var þeim tekið fagnandi og boðið að koma og skoða aðstæður.
Starfsfólk eignadeildar Landsbankans segir að þegar sú hugmynd kom upp að gefa húsgögnin til geðdeildanna hafi hún strax hlotið góðan hljómgrunn innan bankans. Þegar haft var samband við Landspítala var þeim tekið fagnandi og boðið að koma og skoða aðstæður.
Helga Jörgensdóttir, deildarstjóri á 33C, tók á móti húsgögnunum. Verkefninu er ekki lokið því unnið er að því að finna fleiri húsgögn sem hægt er að gefa deildunum.
Nokkrar endurbætur hafa staðið yfir á húsnæði geðdeildanna undanfarið auk þess sem ráðist hefur verið í töluverðar framkvæmdir til að fyrirbyggja leka.
Mynd: Landsbankinn færði geðdeildum við Hringbraut húsgögn að gjöf. Elsa María Ólafsdóttir og Margrét H. Kjærnested, starfsmenn Landsbankans, Helga Jörgensdóttir deildarstjóri, Elísabet Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingur og Óttar Guðmundsson yfirlæknir.