Starfshópur velferðarráðuneytisins vill að hafinn verði undirbúningur að heildarskipulagningu rafrænnar heilbrigðisþjónustu fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. Í nýútkominni skýrslu hópsins kemur fram að með því móti verði unnt að nýta það hagræði, öryggi og þá bættu þjónustu sem fáist með því að auðvelda aðgengi að þeirri margvíslegu heilbrigðisþjónustu sem nú sé veitt á hinum ýmsu stöðum á landinu.
Leit
Loka