„Næring - er það eitthvað sem skiptir aldraða máli?“ var yfirskrift málþings sem Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) og Rannsóknarstofu í næringarfræði (RÍN) stóðu fyrir 6. október 2016. Meira en 130 manns sóttu málþingið sem haldið var á Háskólatorgi. Fundarstjóri var Sigrún Barkardóttir, svæðisstjóri heimahjúkrunar í Hafnarfirði, Kópavogi og Garðabæ.
Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum tók eftirfarandi saman um málþingið:
Fyrirlesarar:
Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, ræddi um mikilvægi samvinnu allra fagstétta, samfellu í allri vinnu fyrir einstaklinginn og skyldu okkar heilbrigðisstarfsmanna að fara eftir og nota ráðleggingar frá Landlæknisembættinu í okkar vinnu. Vannæring aldraðra er flókið vandamál sem ekki væri hægt að leysa nema með vilja og samvinnu allra aðila, sem koma að hinum aldraða einstakling.Anne Marie Beck, dósent í næringafræði við Metropolitian University College í Danmörku og sérfræðingur á sviði næringar og öldrunar, fór yfir hverjir eru vannærðir, hvaða er það í okkar vinnu sem við getum breytt til að tryggja að aldraðir geti nærst. Einnig sýndi hún niðurstöður rannsókna sem hafa sýnt hvað er hægt að gera til eins og að orku- og næringarþétta fæðið, hafa matinn á viðráðanlegu formi og ekki sýst að maturinn væri girnilegur til að fyrirbyggja vannæringu aldraðra.
Lagði hún mikla áherslu á að almennar ráðleggingar um mat og næringu fyrir heilbrigða giltu ekki fyrir aldraða veika, það er á ábyrgð allra starfsstétta sem koma að veikum öldruðum einstaklinga að hlúa að honum og tryggja grunnþarfir eins og fæðuöryggi, mat og næringu.
Rannsóknir hafa sýnt að vannæring er mjög kostnaðarsöm fyrir heilbrigðiskerfið því þetta eru þeir einstaklingar sem liggja lengur inni á sjúkrastofnunum, endurinnlagnir á sjúkrastofnanir eru algengari en afleiðingar vannæringar á einstaklinginn sjálfann væru mjög alvarlegar. Þar sem bæði andleg- og líkamleg færni hrakar fyrr hjá vannærðum einstaklingum og þetta eru þeir einstaklingar sem deyja fyrr. Auk þess sýndi hún fram á sparnað hvað varðar lengd sjúkrahúslegu, endurinnlagnir og ekki síður hvað varðar aukin lífsgæði aldraðra einstaklinga sem fengu heimsókn næringarráðgjafa sem vann með heimaþjónustunni til að tryggja bætt næringarástand eða að viðhalda heilbrigðu næringarástandi . Mikilvægt sé að koma í veg fyrir vannæringu og meðhöndla alla sem eru í áhættu á vannæringu ekki aðeins þá sem eru vannærðir.
Lagði hún mikla áherslu á að almennar ráðleggingar um mat og næringu fyrir heilbrigða giltu ekki fyrir aldraða veika, það er á ábyrgð allra starfsstétta sem koma að veikum öldruðum einstaklinga að hlúa að honum og tryggja grunnþarfir eins og fæðuöryggi, mat og næringu.
Rannsóknir hafa sýnt að vannæring er mjög kostnaðarsöm fyrir heilbrigðiskerfið því þetta eru þeir einstaklingar sem liggja lengur inni á sjúkrastofnunum, endurinnlagnir á sjúkrastofnanir eru algengari en afleiðingar vannæringar á einstaklinginn sjálfann væru mjög alvarlegar. Þar sem bæði andleg- og líkamleg færni hrakar fyrr hjá vannærðum einstaklingum og þetta eru þeir einstaklingar sem deyja fyrr. Auk þess sýndi hún fram á sparnað hvað varðar lengd sjúkrahúslegu, endurinnlagnir og ekki síður hvað varðar aukin lífsgæði aldraðra einstaklinga sem fengu heimsókn næringarráðgjafa sem vann með heimaþjónustunni til að tryggja bætt næringarástand eða að viðhalda heilbrigðu næringarástandi . Mikilvægt sé að koma í veg fyrir vannæringu og meðhöndla alla sem eru í áhættu á vannæringu ekki aðeins þá sem eru vannærðir.
Ólöf Guðný Geirsdóttir, dósent í næringarfræði við HÍ, verkefnastjóri við RHLÖ, lagði fram niðurstöður íslenskra rannsókna sem sýndu tíðni vannæringar meða veikra aldraðra á sjúkrastofnunum. Ný rannsókn frá 2015/2016 sýnir að 33% af inniliggjandi öldruðum á Landakoti, hafa sterkar líkur á vannæringu og önnur 33% sem hafa ákveðnar líkur á vannæringu samkvæmt skimun fyrir vannæringu. Þegar heim er komið er lítið stuðningsnet fyrir fagfólk og umönnunaraðila hvað varðar viðbrögð þegar grunur er um vannæringu eða vannæring er til staðar. Engar leiðbeiningar eru til á Íslandi um mataræði eða næringu veikra aldraðra. Einnig eru fá úrræði fyrir þá sem vilja grípa inn í lélegt næringarástand og hjálpa einstaklingnum til að fyrirbyggja vannæringu eða að byggja sig upp. T.d. er enginn næringarfræðingur í heimaþjónustu eða á heilsugæslu, heimsendur matur er miðaður við þarfir heilbrigðra aldraðra og viðmið Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) miðast ekki við alþjóðlega viðurkennda staðla um viðmið um líkamsþyngdarstuðul eða þyngdartap aldraðra til að eiga rétt á niðurgreiðslu á næringardrykkjum. Skilyrði SÍ eru þannig í dag að þeir sem fullnægja skilyrðum eru orðnir það vannærðir að erfitt er að hjálpa þeim, ekki er hægt samkvæmt viðmiðunum SÍ að koma í veg fyrir eða grípa inn í þegar aldraður einstaklingur verður veikur og er í hættu á vannæringu.
Ragnheiður Guðmundsdóttir, deildarstjóri á B4, bráðaöldrunarlækningadeild LSH, sagði frá þeim áskorunum sem starfsfólk stendur frammi fyrir daglega hvað varðar næringu aldraðra, fjölveikra skjólstæðinga á deild. Ragnheiður sagði frá STREYMA, samræmdum stofugangi þar sem unnið er eftir gátlista til að vinnulag sé markvisst og samræmt á Landspítala. Þar eru metnir daglega fjölmargir þættir sem tengjast næringu og vellíðan sjúklings á einn eða annan hátt. Hún sýndi matarskema deildarinnar sem starfsmenn í býtibúri vinna eftir til að tryggja að hver og einn fái rétta næringu, hver sé á vökvaskrá, fastandi eða á sérfæði. Þar fær starfsfólk yfirsýn yfir skilgreiningar á mismunandi fæði sjúklinga og áferð þess, auk mismunandi tegunda næringardrykkja og hverjum þeir eru ætlaðir. Markmiðið er að tryggja að næring og næringarástand sjúklinga á B-4 sé í stöðugri skoðun.
Í æ ríkara mæli er skimað fyrir vannæringu sjúklinga. Hæð og þyngd er varpað í næringarmat og skoðað hvort og hve mikið viðkomandi hefur lést yfir ákveðinn tíma og áhættuþættir metnir. Þá er sett fram hjúkrunargreining og meðferð hjá þeim sjúklingum sem eru í hættu á vannæringu. Næring veikra aldraðra er mikil áskorun - og margir sem koma að því á hverjum degi. Á deildum spítalans er þetta samvinnuverkefni sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og starfsfólks í býtibúri og eru sjúkraliðar LSH þar fremstir meðal jafningja. Ragnheiður benti jafnframt á að við útskrift geta helstu áskoranir við heimferð verið tengdar mat og innkaupum aldraðra, sérstaklega þeirra sem hafa lítið stuðningsnet í kringum sig.
Fæðuöryggi veikra aldraðra væri ekki tryggt og samstarf allra aðila, ríkis, sveitafélaga, heilbrigðisstarfsmanna og aðstandenda að tryggja að aldraður einstaklingur verði ekki vannærður. Mikilvægt væri að allir legðu saman sína reynslu og þekkingu til að tryggja fæðuöryggi aldraðra einstaklinga og settar yrðu verklagsreglur um ábyrgð og vinnufyrirkomulag heilbrigðisstarfsmanna til að tryggja fæðuöryggi.
Sigrún Barkardóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ólöf Guðný Geirsdóttir
Í æ ríkara mæli er skimað fyrir vannæringu sjúklinga. Hæð og þyngd er varpað í næringarmat og skoðað hvort og hve mikið viðkomandi hefur lést yfir ákveðinn tíma og áhættuþættir metnir. Þá er sett fram hjúkrunargreining og meðferð hjá þeim sjúklingum sem eru í hættu á vannæringu. Næring veikra aldraðra er mikil áskorun - og margir sem koma að því á hverjum degi. Á deildum spítalans er þetta samvinnuverkefni sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga og starfsfólks í býtibúri og eru sjúkraliðar LSH þar fremstir meðal jafningja. Ragnheiður benti jafnframt á að við útskrift geta helstu áskoranir við heimferð verið tengdar mat og innkaupum aldraðra, sérstaklega þeirra sem hafa lítið stuðningsnet í kringum sig.
Hver vinnuhópur lagði fram ályktun og eru hér nokkur áhersluatriði:
Allir þátttakendur voru sammála því að gott næringarástand væri undirstaða heilbrigðis hjá öllum einstaklingum. Samkvæmt rannsóknum bæði hér á landi og erlendis sem kynntar voru á málþinginu, hefur verið ítrekað sýnt að aldraðir eru viðkvæmur hópur og vannæring aldraðra er algeng því sé mikilvægt að allir taki höndum saman heilbrigðisstarfsmenn, ættingjar og einstaklingarnir sjálfir til að vinna gegn vannæringu aldraðra.Fæðuöryggi veikra aldraðra væri ekki tryggt og samstarf allra aðila, ríkis, sveitafélaga, heilbrigðisstarfsmanna og aðstandenda að tryggja að aldraður einstaklingur verði ekki vannærður. Mikilvægt væri að allir legðu saman sína reynslu og þekkingu til að tryggja fæðuöryggi aldraðra einstaklinga og settar yrðu verklagsreglur um ábyrgð og vinnufyrirkomulag heilbrigðisstarfsmanna til að tryggja fæðuöryggi.
Mikilvægt væri að taka stöðuna hvað varðar tíðni vannæringar aldraðra t.d. í heimahúsum, þau úrræði sem eru í boði og hverjum þau nýtast. Mikilvægt væri að gera rannsóknir sem sýndu hvort að breyttir starfshættir þ.e.a.s. að tryggja betur fæðuöryggi og næringarástand aldraðra muni borga sig, ekki aðeins fjárhagslega fyrir samfélagið heldur fyrst og fremst fyrir einstaklinginn sjálfan.
- Kallað var eftir lausnamiðuðum ráðleggingum um mat og næringu veikra aldraðra, fræðsluefni og kennslu um mikilvægi heilbrigðs næringarástands, bæði fyrir fagfólk og aðstandendur.
- Kallað var eftir að ráðleggingar um einstaka sjúkdóma og næringarþarfir aldraðra séu á útvef LSH til upplýsinga fyrir fagfólk annarstaðar í heilbrigðiskerfinu og ekki síður fyrir einstaklingana sjálfa og aðstandendur.
- Tryggja verður betri mönnun á heilbrigðisstofnunum og í heimahjúkrun, fá fagfólk eins og næringarráðgjafa til að aðstoða við úrlaus næringarvandamála.
- Kallað er eftir því að næringaráætlun sem unnið er eftir inn á heilbrigðisstofnun fylgi ekki aðeins einstaklingnum heim heldur sé einnig sé mögulegt að framfylgja þeirri áætlun heima sbr. næringarþétt fæði, breytt áferð, sérfæði vegna sjúkdóma og/eða næringarviðbót eins og næringardrykkir.
- Mikilvægt er að fjölga valkostum um heimsendan mat, bæði hvað varðar fjölbreytni, áferð og ekki síður að sérfæði eins orku- og næringarþétt fæði eða vegna ákveðinna sjúkdóma sé í boði fyrir alla sem þurfa að fá heimsendan mat.
Sigrún Barkardóttir
Ragnheiður Guðmundsdóttir
Ólöf Guðný Geirsdóttir