Fjárþörf á Landspítala hefur farið stöðugt vaxandi samfara auknum verkefnum og öldrun þjóðarinnar þar sem ríkisútgjöld hafa ekki fylgt þeirri þróun eftir.
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eiga sjúklingar rétt á bestu þjónustu sem mögulegt er að veita hverju sinni. Landspítala ber því að stemma stigu við bið eftir þjónustu og þróa þjónustuna eftir bestu þekkingu hvers tíma eftir því sem tök eru á. Sjúkrahúsinu ber ekki eingöngu að annast verkefni hvers dags heldur einnig að tryggja samfellu og framþróun til lengri tíma. Þessar skyldur rækir spítalinn með því að bjóða bestu klínísku þjónustu sem völ er á á hverjum tíma en einnig og kannski ekki síður með því að stunda vísindarannsóknir og kennslu nemenda á sviði heilbrigðisgreina. Þessir þættir eru grunnur að heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Til að svo geti orðið áætlar Landspítali að á næstu fimm árum þurfi rúma 66 milljarða króna til viðbótar við fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar, þar af rúma 11,7 milljarða króna strax á næsta ári.
Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eiga sjúklingar rétt á bestu þjónustu sem mögulegt er að veita hverju sinni. Landspítala ber því að stemma stigu við bið eftir þjónustu og þróa þjónustuna eftir bestu þekkingu hvers tíma eftir því sem tök eru á. Sjúkrahúsinu ber ekki eingöngu að annast verkefni hvers dags heldur einnig að tryggja samfellu og framþróun til lengri tíma. Þessar skyldur rækir spítalinn með því að bjóða bestu klínísku þjónustu sem völ er á á hverjum tíma en einnig og kannski ekki síður með því að stunda vísindarannsóknir og kennslu nemenda á sviði heilbrigðisgreina. Þessir þættir eru grunnur að heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar. Til að svo geti orðið áætlar Landspítali að á næstu fimm árum þurfi rúma 66 milljarða króna til viðbótar við fimm ára fjármálaáætlun fráfarandi ríkisstjórnar, þar af rúma 11,7 milljarða króna strax á næsta ári.
Hér má finna nánari umfjöllun um viðbótarfjárþörf Landspítala