Sagnastund á tímamótum„ er yfirskrift samverustundar sem sálgæsla presta og djákna stendur fyrir 3. nóvember 2016. Með henni eru samstarfsmenn til margra ára að kveðja séra Sigfinn Þorleifsson. sjúkrahúsprest.
Sigfinnur kom til starfa á Borgarspítalanum 1985 og hefur starfað óslitið sem sjúkrahúsprestur síðan; á Borgarspítalanum, Sjúkrahúsi Reykjavíkur og Landspítala eftir sameininguna árið 2000. Meðfram þessu starfi hefur hann enn fremur sinnt kennslu í sálgæslu við Háskóla Íslands. Hann lætur nú af störfum vegna aldurs.
Samverustundin verður í K-byggingu á Landspítala Hringbraut, kl. 14:00 til 16:00, þar sem vinir Sigfinns deila sögum af sameiginlegri vegferð, hlýtt verður á tónlist, sungið og notið veitinga.
Allir eru velkomnir.