„Mönnun og gæði í öldrunarþjónustu“ er yfirskrift ráðstefnu fyrir stjórnendur og starfsfólk í öldrunarþjónustu sem haldin verður föstudaginn 25. nóvember 2016, kl. 13:00-16:30.
Ráðstefnan verður í Öskju, húsi Háskóla Íslands, fyrirlestrasal N-132. Landspítali stendur fyrir ráðstefnunni meðal annarra. Á ráðstefnunni flytur dr. Christine Mueller, prófessor við háskólann í Minnesota, tvö erindi, en hún hefur rannsakað og skrifað um áhrif mönnunar og hlutfalls fagfólks sem starfar í öldrunarþjónustu á gæði þjónustunnar og líðan íbúanna. Hún kynnir hvað rannsóknir hafa sýnt að er mikilvægt í þessum málum. Auk þess eru þrjú erindi á íslensku sem flutt eru af Helgu Garðarsdóttur, deildarstjóra greiningardeildar hjá Sjúkratryggingum Íslands, Lauru Scheving Thorsteinsson, staðgengli sviðsstjóra sviðs eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis og Ingibjörgu Hjaltadóttur, sérfræðingi í öldrunarhjúkrun á flæðisviði Landspítala og dósent við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands.
Sjá nánar í meðfylgjandi dagskrá.
Þátttökugjald er 1.500 kr og skráning er á hjukrun.is. Til að tryggja sér sæti á ráðstefnunni þarf að greiða ráðstefnugjald við skráningu.