Undanfarin ár hefur Clostridium difficile toxín-leit í saursýnum við sýklafræðideild Landspítala verið gerð með kjarnsýrumögnun (PCR). Þessi rannsókn greinir tilvist toxín-gena C. difficile en segir ekki til um hvort þau séu tjáð (þ.e. hvort toxín sé framleitt) og dugar þar af leiðandi ekki til að staðfesta virka sýkingu. Til að greina toxín-framleiðslu þarf að framkvæma sértækt ELISA próf til að kanna hvort genin séu tjáð, þ.e. hvort frítt toxín finnist í sýnunum.
Nú verður C. difficile toxín-leit í saursýnum við sýklafræðideild Landspítala framkvæmd í tveimur þrepum skv. alþjóðlegum leiðbeiningum*:
1. þrep:
Leit að toxín-genum með kjarnsýrumögnun (PCR).Þetta er mjög næmt próf með hátt neikvætt forspárgildi. Neikvæð niðurstaða nánast útilokar C. difficile sýkingu og þarfnast ekki frekari rannsóknar.
2. þrep:
Sýni sem eru jákvæð í PCR fyrir C. difficile toxín-genum fara í framhaldinu í sértækt C. difficile toxin A og B - ELISA próf sem greinir toxín-framleiðslu (þ.e. frítt toxín A og B) í sýninu.- Jákvætt ELISA próf samræmist C. difficile sýkingu.
- Neikvætt ELISA próf túlkast sem óafgerandi niðurstaða C. difficile toxín-leitar.
Við viljum einnig minna á að öll saursýni frá Landspítala sem fara í C. difficile rannsókn fara sjálfkrafa líka í skimun fyrir vancomycin ónæmum enterokokkum (VRE) og breiðvirkum betalaktamösum (ESBL, AmpC og karbapenemasa). Pantaðar rannsóknir ganga þó fyrir og þetta er einungis gert ef nóg er til af sýninu.
*Clinical Microbiology and Infection 22 (2016) 563-581: European Society of Clinical Microbiology and Infectious Diseases: Update of the diagnostic guidance document for Clostridium difficile infection: M.J.T. Crobach, T. Planche, C. Eckert, F. Barbut, E.M. Terveer, O.M. Dekkers, M.H. Wilcox, E.J. Kuijper.