Kæra samstarfsfólk!
Við störfum saman á þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga. Þau ótal verkefni sem leyst eru af hendi á Landspítala á degi hverjum eru í þágu landsmanna og snúast um almannaheill. Þetta veit þjóðin og þess vegna eru heilbrigðismál mikilvægasta kosningamálið að mati kjósenda.
Fleiri stofnanir vinna í þágu þjóðar að almannaheill. Ein þeirra er Landhelgisgæslan sem fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni leitaði hún til okkar á Landspítala með frábært samfélagsverkefni. Það snýst um það að bjóða einstaklingum sem glíma við erfiða sjúkdóma upp á að kynnast „Gæslunni“ og upplifa eitthvað ævintýralegt. Í vikunni bauð Gæslan fólki sem hefur nýtt sér geðsvið Landspítala í siglingu með varðskipinu Þór. Móttökurnar á skipinu voru hreint frábærar! Skipstjórinn ræddi við alla og kokkurinn var búinn að baka köku. Siglt var frá Reykjavík um Kollafjörð með yfir 40 manns frá Kleppi, Laugarási og einnig frá Hlutverkasetri. Þetta var mikil upplifun og bæði fróðlegt og gaman að kynnast mikilvægu starfi sem oft er falið. Gæslan hefur síðan verið að bjóða sjúklingum af spítalanum, sérstaklega af barnadeildum og fjölskyldum þeirra, í þyrluferðir sem hafa mælst ákaflega vel fyrir. Við erum þakklát fyrir þessi skemmtilegu og vel þegnu boð og óskum þeim til hamingju með afmælið.
Í vikunni var byrjað að flytja skrifstofugáma að spítalanum í Fossvogi. Þessari vinnu fylgir nokkuð rask, sérstaklega vegna fækkunar bílastæða, en verið er að vinna að úrbótum þar á sem vonandi skila sér fljótlega. Þegar þessir 27 gámar verða tilbúnir, eftir rúma tvo mánuði, þá létta þeir aðeins á þeim gríðarlegu þrengslum sem starfsemin í Fossvogi þarf að búa við og skapa svigrúm fyrir ný og uppfærð tæki.
Við störfum saman á þjóðarsjúkrahúsi Íslendinga. Þau ótal verkefni sem leyst eru af hendi á Landspítala á degi hverjum eru í þágu landsmanna og snúast um almannaheill. Þetta veit þjóðin og þess vegna eru heilbrigðismál mikilvægasta kosningamálið að mati kjósenda.
Fleiri stofnanir vinna í þágu þjóðar að almannaheill. Ein þeirra er Landhelgisgæslan sem fagnar 90 ára afmæli á þessu ári. Af því tilefni leitaði hún til okkar á Landspítala með frábært samfélagsverkefni. Það snýst um það að bjóða einstaklingum sem glíma við erfiða sjúkdóma upp á að kynnast „Gæslunni“ og upplifa eitthvað ævintýralegt. Í vikunni bauð Gæslan fólki sem hefur nýtt sér geðsvið Landspítala í siglingu með varðskipinu Þór. Móttökurnar á skipinu voru hreint frábærar! Skipstjórinn ræddi við alla og kokkurinn var búinn að baka köku. Siglt var frá Reykjavík um Kollafjörð með yfir 40 manns frá Kleppi, Laugarási og einnig frá Hlutverkasetri. Þetta var mikil upplifun og bæði fróðlegt og gaman að kynnast mikilvægu starfi sem oft er falið. Gæslan hefur síðan verið að bjóða sjúklingum af spítalanum, sérstaklega af barnadeildum og fjölskyldum þeirra, í þyrluferðir sem hafa mælst ákaflega vel fyrir. Við erum þakklát fyrir þessi skemmtilegu og vel þegnu boð og óskum þeim til hamingju með afmælið.
Í vikunni var byrjað að flytja skrifstofugáma að spítalanum í Fossvogi. Þessari vinnu fylgir nokkuð rask, sérstaklega vegna fækkunar bílastæða, en verið er að vinna að úrbótum þar á sem vonandi skila sér fljótlega. Þegar þessir 27 gámar verða tilbúnir, eftir rúma tvo mánuði, þá létta þeir aðeins á þeim gríðarlegu þrengslum sem starfsemin í Fossvogi þarf að búa við og skapa svigrúm fyrir ný og uppfærð tæki.
Það að grípa þurfi til bráðabirgðalausna af þessu tagi minnir okkur þó, enn frekar en áður, á þær aðstæður sem sjúklingar og starfsfólk þurfa að búa við. Úrbætur á húsnæðisvanda Landspítala mega ekki tefjast um einn einasta dag.
.
Hafið það gott um helgina hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Páll Matthíasson