Kvenna- og barnasvið Landspítala stóð fyrir árlegu ráðstefnunni „Fjölskyldan og barnið“ 30. september 2016. Ráðstefnan var nú haldin í sjöunda sinn. Um 200 manns sóttu hana og hlýddu á fjölbreytt erindi. Samvinna og samhæfing voru áhersluatriðin að þessu sinni.
Í myndbandinu er rætt við Ólöfu Elsu Björnsdóttur, verkefnastjóra og skipuleggjanda ráðstefnunnar. Einnig segir Unnur Heba Steingrímsdóttir, þjónustustjóri á barna- og unglingageðdeild (BUGL) frá sínu erindi um teymisvinnu og hvernig hún hefur þróast. Elín Ögmundsdóttir sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun nýbura segir frá sinni kynningu á sjúkraflutningateymi vökudeildarinnar. Berglind Hálfdánsdóttir ljósmóðir segir síðan frá rannsókn sem hún gerði um viðhorf kvenna til heimafæðinga.