Eftirtaldir listamenn koma fram og styrkja verkefnið:
Karlakórinn Fóstbræður (stjórnandi Árni Harðarson), Gospelkór Lindarkirkju (stjórnandi Óskar Einarsson), Baggalútur, Geir Ólafsson, Hera Björk Þórhallsdóttir, Kristján Jóhannsson, Ragnar Bjarnason, Stefán Hilmarsson, Diddú, Guðrún Árný Karlsdóttir, Jón Jónsson, Páll Rósinkranz, Sigga Beinteins og Þór Breiðfjörð.
Undirleikarar: Jónas Þórir, Matthías Stefánsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Kynnir: Gísli Einarsson.
Miðasala hjá N1 Ártúnshöfða og Gagnvegi, Olís Álfheimum og Gullinbrú og á tix.is.
Aðgöngumiði kostar 5.000 krónur.
Þetta er fjórtánda árið í röð sem Lionsklúbburinn Fjörgyn í Grafarvogi stendur fyrir tónleikum sem þessum og aðsóknin hefur alltaf verið mikil. Lionsklúbburinn Fjörgyn hvetur alla, sem tök hafa á, að tryggja sér miða á tónleikana og hlýða á tónlistarfólkið í einni stærstu kirkju landsins við mjög góðar aðstæður, um leið og stutt er við gott málefni.