Kiwanishreyfingin selur K-lykilinn helgina 7. til 9. október 2016 en hún hefur um árabil vakið athygli á málefnum þeirra sem glíma við geðræna sjúkdóma með sölu á honum. Þannig hefur Kiwanishreyfingunni tekist að afla fjár til að efla geðvernd, eyða fordómum og leita lækninga.
Í ár beina Kiwanisfélagar kröftum sínum að tveimur málefnum, annars vegar stuðningi við barna- og unglingageðdeild Landspítala (BUGL) og hins vegar nýjum samtökum, PIETA Ísland, sem bjóða úrræði fyrir einstaklinga í sjálfsvígshugleiðingum og þá sem stunda sjálfsskaða. .