Lokaverkefni til BS-prófs í sjúkraþjálfun varð nú í september 2016 í öðru sæti á árlegri ráðstefnu ENPHE (European Network for Physiotherapy Higher Education). Höfundar eru Agnes Ósk Snorradóttir, Freyja Barkardóttir og Lilja Minný Sigurbjörnsdóttir. Verðlaunahafarnir vinna allar í sjúkraþjálfun á Landspítala Fossvogi.
Verkefnið nefnist „Starfræn einkenni: Einstaklingar með starfræn einkenni á taugalækningadeild Landspítala á árunum 2014–2015 og þekking sjúkraþjálfara á röskuninni. “
Leiðbeinendur voru Þjóðbjörg Guðjónsdóttir, lektor í sjúkraþjálfun, og G. Þóra Andrésdóttir, sérfræðingur í taugasjúkraþjálfun á Landspítala.