Félag áhugamanna um sögu læknisfræðinnar efnir til málþings í Þjóðminjasafninu laugardaginn 8. október 2016, klukkan 10:00 til 12:00, um ritun og varðveislu sögu læknisfræðinnar.
Fyrirlesarar:
1. Nils Uddenberg geðlæknir, prófessor og rithöfundur frá Svíþjóð: When did it become wiser to see the doctor than to avoid him?
Nils Uddenberg er þekktur fyrir ritstörf sín um sagnfræði, barnauppeldi og listina að lifa. Nýlega gaf hann út tveggja binda verk um sögu læknisfræðinnar í heimalandi sínu sem vakið hefur mikla athygli.
2. Rúna Guðmundsdóttir, kennari og sagnfræðingur: Saga læknisfræðinnar - fjársjóður læknis- og sagnfræðinnar?
Rúna hefur kennt sögu læknisfræðinnar við Menntaskólann í Hamrahlíð um árabil við miklar vinsældir. Hún er að vinna að bók um þetta efni á vegum Forlagsins.
Fyrirspurnir, umræða og kaffiveitingar.
„Fyrsti landlæknir Íslands, Bjarni Pálsson, hóf störf úti á Seltjarnarnesi árið 1760. Hann dó árið 1779, snauður af veraldlegum gæðum og uppgefinn á sál og líkama. Á tímum Bjarna má fullyrða að Íslendingar byggju við einhverja verstu heilbrigðisþjónustu í Evrópu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar runnið síðan Bjarni reið frá Þingvöllum með embættisbréfið sitt í hnakktöskunni. Heilbrigðisástand þjóðarinnar er miklum ágætum þótt ýmislegt megi betur fara. Þessi saga lækninga er merkileg og miklu skiptir að halda henni til haga. Sagan kennir okkur að umgangast samtíð okkar af virðingu og hógværð. Læknar framtíðar munu eflaust hlæja að vísindum nútímans eins og margir gera gys að blóðtökum og bænahaldi Bjarna Pálssonar. Sá sem ekki þekkir sögu sína endurtekur í sífellu mistök fortíðar. “