Fræðslunámskeið fyrir aðstandendur fólks með átröskun verður haldið í fjögur skipti, einu sinni í viku á þriðjudögum frá kl. 16:30 til 18:00.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. október 2016 og er haldið á Hvítabandinu að Skólavörðustíg 37.
Námskeiðshaldarar eru Birna Matthíasdóttir listmeðferðarfræðingur, Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti og Elísabeth Inga Ingimarsdóttir ráðgjafi en þær eru allar starfandi í átröskunarteymi Landspítala.
Námskeiðið hefst þriðjudaginn 25. október 2016 og er haldið á Hvítabandinu að Skólavörðustíg 37.
Námskeiðshaldarar eru Birna Matthíasdóttir listmeðferðarfræðingur, Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi og fjölskylduþerapisti og Elísabeth Inga Ingimarsdóttir ráðgjafi en þær eru allar starfandi í átröskunarteymi Landspítala.
Innihald námskeiðs:
Áhersla verður lögð á ákveðið fræðsluefni í öll fjögur skiptin sem og umræður í hóp.
Áhrifamáttur fjölskyldunnar og áhrif sjúkdómsins á hana.
Tilfinningar og hjálparleysi aðstandenda.
Hvað er til ráða, hvað er hægt að gera öðruvísi?
Áhersluþættir í fræðslu
Fræðsla um átröskun og áhrif sjúkdómsins á einstaklinginn. Áherslur í meðferð á dagdeild og göngudeild.Áhrifamáttur fjölskyldunnar og áhrif sjúkdómsins á hana.
Tilfinningar og hjálparleysi aðstandenda.
Hvað er til ráða, hvað er hægt að gera öðruvísi?
Skráning
Skráning fer fram í gegnum póstfangið atroskun@landspitali.is eða í síma 543 4600 frá kl. 8:00 til 15:00 alla daga nema föstudaga.
Gefa þarf upp fullt nafn, kennitölu, símanúmer og netfang þeirra sem vilja sækja námskeiðið.
Ef fleiri en einn úr sömu fjölskyldu vilja sækja námskeiðið þarf einnig að gefa sömu upplýsingar um viðkomandi.
Viku áður en námskeið hefst fá þátttakendur sendan tölvupóst með nánari upplýsingum.