Gerður Beta Jóhannsdóttir, hjúkrunarfræðingur hefur verið ráðin deildarstjóri á gigtar- og almennri lyflækningadeild B-7 frá 1. október n.k. Gerður Beta lauk Bs námi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2002. Hún lauk diplóma í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá félagsvísindadeild HÍ 2007 og stundar nú framhaldsnám í stjórnun við hjúkrunarfræðideild HÍ.
Gerður Beta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala frá 2002- 2007, lengst af á gigtar- og nýrnadeild 14G. Frá 2007 hefur hún starfað sem hjúkrunarfræðingur við Heilbrigðisstofnunina á Blöndósi. Hún gegndi starfi yfirhjúkrunarfræðings sjúkrasviðs frá 2012 og hafði staðarumsjón á HSN Blöndósi samhliða starfi sem yfirhjúkrunarfræðingur frá árinu 2015.