Fyrstu tilfelli inflúensu veturinn 2014-2015 greindust um miðjan desember 2014. Þann vetur voru voru flest inflúensutilfelli af stofni A(H3), en síðastliðinn vetur (2015-2016) voru flest tilfelli af stofninum A(H1).
Í fyrra greindist 1 stakt tilfelli af inflúensu í lok september (vika 40), en faraldurinn byrjaði ekki fyrr en í kringum áramótin.
Í haust voru fyrstu tilfelli inflúensu óvenju mörg og óvenju snemma, en 7 sýni reyndust vera A(H3) jákvæð í byrjun september (vika 37). Enn á eftir að koma í ljós hvort þetta sé byrjunin á árlegum faraldri.
Töluvert fleiri öndunarfærasýni bárust til Veirufræðideildar á flensutímabilinu í ár en á sama tíma 2015.
Skýringarmyndir eru hér fyrir neðan. Til að sjá stærri myndir mellið á viðkomandi mynd. (opnast í nýjum glugga).