Í vikunni fengu tvær starfsstöðvar Landspítala silfurvottun fyrir hjólavænan vinnustað, en það eru Hringbraut og Fossvogur. Á næstu vikum mun næstu 8 starfsstöðvar spítalans verða teknar út. Í Ráðhúsinu var Landspítalanum afhent viðurkenningin við ásamt Vínbúðunum, Reykjavíkurborg og tryggingafélaginu Verði. Þetta er í fyrsta sinn sem Hjólavottunin er afhent.
Vottunin sýnir hvar við stöndum, hvað við höfum gert vel og hvað hægt er að bæta. Ef fyrirtæki standast lágmarkskröfur er hægt að fá brons, silfur eða gull. Hjólavottunin hvetur okkur áfram til að bæta aðstöðuna. Hjólavottunin metur til dæmis hjólaaðstöðu gesta og starfsmanna, búninga-, sturtu- og þurrkaðstöðu starfsmanna, stefnumótun, þátttöku og stuðning við starfsmenn, samgöngusamningur vegur þar þungt.